Sólrún Diego, bloggari, og Frans Garðarsson gengu í það heilaga í dag. Saman eiga þau tvö börn, Maísól og Maron. Yndislegt veður var við athöfnina í dag og virðast Sólrún og Frans vera himinlifandi með að vera orðin hjón. Sólrún birti mynd af hjúunum í story á Instagram í dag þar sem einnig má sjá fallegar myndir af deginum.

Vinsælasti snappari landsins

Sólrún heldur úti lífsstílsbloggi þar sem hún fjallar um þrif, matseld og lífið og tilveruna. Þekktust er hún þó fyrir Snapchat reikning sinn, og telst Sólrún til svokallaðra áhrifavalda hér á landi. Stór hópur fólks, eða um tuttugu og fimm þúsund manns, fylgist með henni daglega á Snapchat.

Hér má sjá fallegu hjónin eftir athöfnina.
Mynd/Instagram