Sól­veig Ei­ríks­dóttir, eða Solla Ei­ríks, og Elías Guð­munds­son, maður hennar, hafa á­kveðið eftir 19 ára sam­búð að halda sitt í hvora áttina. Frá þessu greinir Sól­veig á sam­fé­lags­miðli sínum.

Þar segir hún að þau, til­vonandi fyrr­verandi hjónin, ætli í dag á tveggja ára brúð­kaups­af­mæli sínu að byrja daginn saman með kaffi og golfi og halda svo í sitt­hvora áttina.

„Það er jú hund­leiðin­legt að skilja en það þarf bara alls ekkert að vera leiðin­legt að vera skilin,“ segir Solla.

Sól­veig Ei­ríks­dóttir er oft kennd við Gló staðina en þeir eru nú í eigu Skeljungs. Elías er eig­andi Héðinn Kitchen & bar.