Uppistandarinn Sólmundur Hólm Sólmundsson og fjölmiðlakonan Viktoría Hermannsdóttir eiga von á barni í mars á næsta ári. Frá því greinir Sólmundur, oftast kallaður Sóli, á Instagram-síðu sinni.

Parið, sem greindi einnig frá trúlofun sinni í sumar, kveðst vera í skýjunum. 

„Nú standa yfir samningaviðræður við Mörtu Hermannsdóttur (84) um að hún rífi fram dagmömmugallann að nýju eftir að hafa lagt hann á hilluna fyrir ári síðan. Ástæðan er sú að fjölskyldan á Hringbraut 94 verður 6 manna batterý í mars á næsta ári,“ skrifar Sóli.

Um er að ræða fyrsta barn Viktoríu og Sóla. Fyrir á Viktoría dótturina Birtu en Sóli synina Baldvin og Matthías.

„Við erum annars auðvitað í skýjunum með væntanlegan erfingja og stóru systkinin að springa úr spenningi. Það verður dásamlegt að fá þennan einstakling í hendurnar,“ skrifar Sóli að lokum.