Skemmti­krafturinn Sól­mundur Hólm gleður lands­menn enn á ný en í gær­kvöldi frum­sýndi hann nýjustu eftir­hermuna sína. Þar er á ferðinni enginn annar en söngvarinn lands­frægi Valdimar Guð­munds­son. Sóla tekst vel til eins og sjá má á mynd­bandinu hér fyrir neðan.

„Manstu, Valdimar, þegar þú spurðir mig bak­sviðs á tón­leikunum sem Eyjólfur Kristjáns­son hélt haustið 2018, hvort ég gæti hermt eftir þér?“ skrifar grín­istinn frægi sem þekktur er fyrir eftir­hermurnar sínar.

„Ég sagðist hafa reynt en yrði fljótt hás. Síðan þá hef ég samt alltaf haft þetta bak­við eyrað. Þú ert það mikil­vægur í ís­lenskri tón­listar­sögu að það er hreint út sagt dóna­legt að maður reyni ekki einu sinni.

Nú er minna að gera hjá mér en vana­lega þannig að ég fór niður í kjallara(sem ég var sem betur fer ekki byrjaður að rífa og brjóta á fullu fyrir co­vid19 far­aldurinn) og kýldi á þetta.

Það er svekkjandi fyrir þig og alla að tón­leikarnir hjá hljóm­sveitinni Valdimar sem áttu að vera á föstu­dag hafi dottið upp­fyrir en það er ó­um­flýjan­legt í þessu á­standi. En þú getur alla­vega huggað þig við það að það er ein­hver þarna úti að reyna að herma eftir þér.“