Grín­istinn Sóli Hólm er ekki með Co­vid. Hann greinir frá þessu sjálfur á Twitter síðunni sinni.

Eins og al­þjóð veit var Sóli skikkaður í sótt­kví eftir að hafa verið gestur í Vikunni með Gísla Marteini. Þar var Hall­grímur Helga­son meðal gesta en hann greindist stuttu síðar með Co­vid.

„Allt er gott sem endar vel. Veiru­á­rás frá ó­vildar­fólki mínu bar ekki árangur í þetta skiptið,“ skrifar lauf­léttur grín­istinn.

Hann hefur undan­farið farið fyrir vin­sælum grín­sýningum í Bæjar­bíói og hefði hann getað misst af næstu sýningum ef allt hefði farið verr. „Showtime um helgina,“ skrifar hann kátur.