Það er ekki á hverjum degi sem aug­lýst er til sölu eða leigu sögu­frægt hús­næði í Reykja­vík en nú gefst á­huga­sömum tæki­færi til að leigja eða kaupa Hafnar­stræti 4 þar sem ýmis rekstur hefur verið í gegnum tíðina. Þar var írski barinn Dubliners lengi til húsa en á síðari árum hafa nokkrir skemmti­staðir verið í hús­næðinu, til að mynda Dolly, Escobar og nú síðast hin­segin barinn Curious.

Hús­næðið er tæpir 350 fer­metrar að stærð og skiptist í kjallara, tvær hæðir og ris­hæð.
Mynd/Aðsend

Fast­eigna­salinn Óskar H. Bjarnasen hjá fast­eigna­sölunni Miklu­borg stendur að baki aug­lýsingunni. Hann segir í sam­tali við Frétta­blaðið að mikil tæki­færi séu í hús­næðinu. Þó­nokkrir hafi sett sig í sam­band við sig og sýnt því á­huga og hann sýnt það reglu­lega.

Hús­næðið er tæpir 350 fer­metrar að stærð og skiptist í kjallara, tvær hæðir og ris­hæð. Leyfi er fyrir 200 gesti og er staðurinn upp­settur í sam­ræmi við sam­þykktar teikningar frá því í fyrra.

Hafnar­stræti 4 hefur hýst marga skemmti­staði gegnum tíðina.
Fréttablaðið/Valli

Í Co­vid-far­aldrinum hafa miklar skorður verið settar á rekstur kráa og skemmti­staða sem hefur gert rekstur þeirra erfiðan. Birt hefur til að undan­förnu fyrir rekstrar­aðila þar sem slakað hefur verið á tak­mörkunum.

„Á­standið eins og það er, er kannski að aftra mönnum að hoppa á þetta og klára málið. Þetta er klár­lega tæki­færi fyrir menn sem vilja komast í rekstur niður mið­bæ, á skemmti­stað – þegar að á­standið batnar auð­vitað,“ segir hann ,,Þá er upp­setning staðarins í sam­ræmi við teikningar sem skemmti­staður, með upp­settum börum og salernis­að­stöðu á báðum aðal hæðum á­samt eld­húsi á jarð­hæð. Það er því lítið mál hefja rekstur til til­tölu­lega litlum til­kostnaði,“ segir Óskar.

„Það hafa verið mjög far­sælir staðir þarna. Dubliners var þarna um langt skeið, svo hafa verið nokkrir staðir sem hafa verið mis far­sælir en í réttum höndum gæti þetta orðið einn af vin­sælli skemmti­stöðum bæjarins. Þá hefur þessi stað­setning, það er staðir í kringum Ingólfs­torgið sótt veru­lega í sig veðrið síðustu ár. Það eru mikil tæki­færi í þessu falin,“ segir hann.

Dubliners var lengi í Hafnar­stræti 4 en er nú skammt frá í Naustunum 1.
Fréttablaðið/Pjetur Sigurðsson

Rekstri Curious lauk með gjald­þroti seint á síðasti ári, um einu og hálfu ári eftir opnun. Lýstar kröfur í búið voru tæpar 240 milljónir og sagði Stefán Árni Auð­ólfs­son, skipta­stjóri búsins, í sam­tali við DV í nóvember á síðasta ári að á­stæða þess hve kröfurnar voru háar væru að leigu­samningurinn hefði verið gjald­felldur til margra ár og fram­tíðar­leiga sett sem krafa í búið.