Eitt glæsi­legasta hús Skerja­fjarðar og þótt víðar væri leitað, Reyni­staður við Skildinga­nes, er komið á sölu. Eigna­miðlun sér um söluna en að sögn þeirra er um að ræða ein­stakt ein­býlis­hús á eftir­sóttum stað. Bruna­bóta­mat hússins er 106.600.000 kr. og fast­eigna­mat er 146.250.000 kr. Óskað er eftir til­boðum.

Þekktasti eig­andi hússins er Eggert Cla­es­sen banka­stjóri og hæsta­réttar­lög­maður sem eignaðist það 1922 og lét byggja við það árið 1924. Eggert nefndi húsið Reyni­stað eftir sam­nefndu stór­býli í Skaga­firði þaðan sem hann var ættaður. Húsið saman­stendur af hæð sem er um 195 fer­metrar, kjallara sem eru 141 fer­metrar og risi sem er um 51 fer­metrar. Heildar­stærð eignarinnar er 387 fer­metrar.

Skráð byggingar­ár Reyni­staðar er 1930 en elsti hluti hússins er þó talinn vera frá 1874. Upp­haf­lega var húsið hlaðið úr grá­steini en við­byggingarnar frá 1922 eru stein­steyptar. Þök á við­byggingunum eru lögð með torfi, og að sögn Eigna­miðlunar er ný­lega búið að skipta um annað þeirra og setja gúmmí­dúk undir.

Á hæðinni er for­stofa, snyrting, tvær glæsi­legar stofur, stór borð­stofa, sól­stofa, eld­hús, svefn­her­bergi og bað­her­bergi. Hæðin er sér­stak­lega glæsi­leg með mjög stórum stofum með góðri loft­hæð og arni. Í risinu eru tvö her­bergi og bað­her­bergi. Í kjallaranum eru tóm­stunda­her­bergi, þvotta­hús og geymslur svo eitt­hvað sé nefnt. Húsið var tölu­vert endur­nýjað að utan og innan af nú­verandi eig­endum á árunum 2007-2008.

Mynd/Eignamiðlun
Mynd/Eignamiðlun
Mynd/Eignamiðlun
Mynd/Eignamiðlun
Mynd/Eignamiðlun
Mynd/Eignamiðlun
Mynd/Eignamiðlun
Mynd/Eignamiðlun
Mynd/Eignamiðlun