Lífið

Sögufrægt einbýli á 250 milljónir

Húsnæði fyrrum sendiráðs Tékkóslóvakíu á Íslandi er til sölu. Byggingin stendur við Smáragötu 16 í miðbæ Reykjavíkur. Húsið sem er á þremur hæðum er tæpir 600 fermetrar að flatarmáli. Innbúið getur fylgt með í kaupunum sé þess óskað.

Sendiráð fyrrum Tékkóslóvakíu var til húsa að Smáragötu 16 í tæp fjörutíu ár, þar er gistiheimili í dag. Húsið er þriggja hæða og í því eru fjórtán svefnherbergi og tvö eldhús. Fréttablaðið/Fasteignavefur

Einbýlishúsið við Smáragötu 16 í Reykjavík var lengi sveipað dulúð og leynd,lengst af var þar sendiráð fyrrum Tékkóslóvakíu á Íslandi og heimili sendiherrans. 

Á tímum kalda stríðsins, þegar járntjaldið var enn óhagganlegt, gengu þær tröllasögur um Reykjavík að umfangsmikil njósnastarfsemi væri starfrækt í kjallara þess.  

Þetta sögufræga hús er nú til sölu, þar er rekið gistiheimili í dag. Húsið er um 585 fermetrar að stærð og á þremur hæðum, í því eru fjórtán svefnherbergi og litlu færri salerni. Að auki eru tvö eldhús og stór borðsalur. 

Úr stofu er útgengt í afgirtan garð í gegnum stóran sólskála, eitt þekktasta kennileiti byggingarinnar. Öllu hefur verið vel viðhaldið og sagt í góðu ástandi.

Stórglæsilegt innbú fylgir með í kaupunum. Fréttablaðið/Fasteignavefur

Sendiráði Tékkóslóvakíu á Íslandi var lokað á gamlársdag 1992 þegar stjórnmálasambandi Tékka og Slóvaka var formlega slitið. Sendiráðið hafði þá starfað hér á landi óslitið frá árinu 1955. Aðsetur þess var frá upphafi á Smáragötunni en fasteignin var í eigu þarlendra stjórnvalda. 

Byggingarstíllinn sker sig nokkuð frá öðrum húsum í nágrenninu. Útlitið verður að teljast nútímalegt og þykir hafa staðist hönnunarsveiflur samtímans með sóma þrátt fyrir að vera upphaflega teiknað árið 1931.  

Arkitektinn Sigurður Guðmundsson átti heiðurinn af teikningunni. Hann er talinn einn frumkvöðla nútímavæðingar byggingarlistar á Íslandi og þykir sendiráðsbyggingin á Smáragötu 16 vera einkennandi fyrir stílbragð hans. 

Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef Fréttablaðsins HÉR.

Núverandi eigendur hafa rekið vinsælt gistiheimili í húsinu í mörg ár og rekstrarleyfið gildir til ársins 2022. Fréttablaðið/Fasteignavefur
Allt innbú utan persónulegra muna fylgja eigninni. Fréttablaðið/Fasteignavefur
Fjölmörg salerni eru á hverri hæð, hvert öðru glæsilegra. Fréttablaðið/Fasteignavefur
Á Smáragötunni var sendiráð fyrrum Tékkóslóvakíu og heimil sendiherrans. Fyrir fall járntjaldsins voru heilmiklar getgátur um að umfangsmikilli njósnastarfsemi kommúnista í Evrópu væri stjórnað þaðan. Fréttablaðið/Fasteignavefur

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Katrín Tanja selur 70 milljóna króna íbúð í Skugganum

Lífið

Ekta New York „loft“ á Skaganum

Lífið

Ritstjóri setur íbúðina á sölu og vill stækka við sig

Auglýsing

Nýjast

YouTu­be-par fagnaði ástinni hér á Fróni

​Friðrik Ómar, Tara og Kristina áfram í úrslit

Dor­rit hæst­á­nægð með Nan­cy Pelosi

Borgar­full­trúi pirrar sig á RÚV appinu

Allir flokkar sýndir í beinni eftir mót­mæli Hollywood

Raddirnar verða að heyrast

Auglýsing