Það mátti með sanni segi að pólitíkusinn og fyrrverandi fjárfestirinn Vilhjálmur Bjarnason hafi slegið í gegn á tískusíðu Fréttablaðsins í síðustu viku. Birtist á henni auglýsing fyrir prófkjör Sjálfstæðismanna, en hana prýddi glæsileg mynd af Vilhjálmi sem þótti passa einstaklega við restina af síðunni, sem var skreytt myndum af tískuíkoninu Rihönnu. Hallgrímur Helgason og fleiri bentu á hve vel Vilhjálmur tæki sig út, og hafði hann sjálfur mikinn húmor fyrir þessu. Það þótti því viðeigandi að taka Vilhjálm á tal, sérstaklega eftir að blaðamaður frétti á hann ætti einstaklega flott ermahnappasafn. Vilhjálmur var meira en lítið til í að sýna lesendum safnið.

Hann á einni stórt safn af nælum og lagði það í vana sinn að bera nælu fána lands þeirra sendiherra og fulltrúa sem hann hitti við störf sín þegar hann var á Alþingi.
Gamla lógó Landsbankans prýða þessa jakkafatahnappa. “Frá því áður en bankinn var nútímavæddur og enn síðar glæpvæddur. Mér áskotnuðust þessir með undarlegum leiðum sem ég ætla nú ekkert að fara út í. Ég er oft með þessa.”
Hér má hjá jakkafatahnappa fullveldisins og hnappana til hægri fékk Vilhjálmur þegar hann heimsótti höfuðstöðvar Nató.
Hér eru hnappar sem eru erfðagripir. Vilhjálmur telur þessa vinstramegin vera um áttatíu ára gamla og þeir eru úr gulli. Hnappana til vinstri komu frá föður Vilhjálms.
Þessa hnappa fékk Vilhjálmur á breska þinginu.
Þessa keypti Vilhjálmur í Nóbelsstofuninnni í Stokkhólmi. Þar er hægt að fá hnappa fyrir verðlaunaflokk og keypti Vilhjálmur því sjálfsögðu bókmenntahnappinn, til heiðurs okkar eina Nóbelsverðlaunahafa, Halldóry Laxness.