Sænskar kjötbollur eru alltaf svo góðar heimagerðar og ekki endilega svo dýrar. Hér er þær bornar fram með kartöflumús og uppáhaldssultunni. Uppskriftin miðast við fjóra.

500 g blandað hakk, (60 nauta og 40 svína)

1 laukur

1 egg

1 msk. gróft sinnep

2 tsk. síróp

1,5 dl rjómi

0,5 dl brauðrasp

Smjör til steikingar

Salt, pipar og gjarnan eitthvert uppáhaldskrydd

500 g kartöflur

1-2 dl mjólk

Salt og smá sykur ef vill

Blandið saman raspi og rjóma. Rífið laukinn smátt í matvinnsluvél. Bætið í sírópi, sinnepi, eggi, salti, pipar og öðru kryddi, til dæmis múskati. Hrærið allt vel saman. Þá kemur hakkið og rjómablandan. Blandið öllu vel saman.

Hafið vatn við höndina til að væta þegar bollurnar eru búnar til. Steikið í smjörinu. Fyrst við háan hita en lækkið síðan niður og veltið bollunum á pönnunni þar til þær eru eldaðar.

Sjóðið kartöflur og skrælið. Músið kartöflurnar og setjið mjólkina saman við. Sumir setja smá smjör saman við en það er smekksatriði. Bragðbætið með smávegis salti og sykri.

Berið kjötbollurnar fram með kartöflumús og sultu.