„Í dag komst ég að því að það gengur ekki að mæta ósofinn á tíu tíma fréttavakt eftir Ameríkuflug,“ skrifaði Snorri Másson í færslu á Twitter í gær og birti myndbrot úr kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar sést hvernig Snorri missir taktinn og gleymir því sem hann ætlaði að segja.
Í dag komst ég að því að það gengur ekki að mæta ósofinn á tíu tíma fréttavakt eftir Ameríkuflug. pic.twitter.com/xU8mSP6BVn
— Snorri Másson (@5norri) April 25, 2022
Líkt og Fréttablaðið greindi frá var Snorri staddur í Washington í Bandaríkjunum, ásamt kærustu sinni, Nadine Guðrúnu Yaghi, daginn áður.
Þar birti Snorri fyrstu myndina af sér og Nadine á bát, þar sem þau virtust njóta samvistar hvors annars með kampavín við hönd í blíðskapar veðri.