Lífið

Sneri aftur sem Borat og hrellti kjósendur

Leikarinn Sacha Baron Cohen brá sér aftur í gervi kasakstanska fréttamannsins Borat og grínaðist í bandarískum kjósendum.

Leikarinn fékk meðal annars að fara á klósett eins kjósanda og brá sér í sturtu. Fréttablaðið/Skjáskot

Leikarinn Sacha Baron Cohen mætti á dögunum til spjallþáttastjórnandans Jimmy Kimmel og við það tilefni brá hann sér aftur í gervi Borat, fréttamannsins alræmda og hrelldi bandaríska kjósendur.

Cohen gerði garðinn frægan með umræddri persónu árið 2006 þegar hann gæddi kasakstanska fréttamanninn lífi í kvikmyndinni Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan. Þá ferðaðist fréttamaðurinn um Bandaríkin til þess að læra um hátterni Bandaríkjamanna og fara með þá vitneskju aftur til heimalandsins. 

Í umræddu myndbandi tekur hann kjósendur í Los Angeles á tal um miðkjörstímabilskosningarnar og reynir að snúa þeim til fylgis við Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Fær hann meira að segja að fara á klósettið heima hjá einum þeirra eins og má sjá í þessu stórfyndna myndbandi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Út­skýrir hvers vegna Cohen lék ekki Freddi­e Mercury

Lífið

Garðar kokkur brauðfæðir lávarðadeildina

Lífið

335 milljóna endur­greiðsla úr ríkis­sjóði til Ó­færðar 2

Auglýsing

Nýjast

Kominn tími á breytingar

Hall­grímur kláraði 60 kíló á átta vikum

Doktor.is: Normal Disorder?

Margir hugsan­lega á ein­hverfurófi sem þurfa enga hjálp

Forréttindi fyrir nýjan höfund

Besta ástarsaga aldarinnar?

Auglýsing