Tvær snekkjur í eigu Bet­­sy og Dick De­Vos eru nú í Eyja­­firði. Bet­­sy er þekktust fyrir að gegna em­bætti mennta­­mála­ráð­herra í stjórn Donald Trumps fyrr­verandi Banda­­ríkja­­for­­seta en hún sagði af sér em­bætti eftir ó­­eirðirnar við þing­húsið í Was­hington 6. janúar.

Bet­sy De­Vos sver em­bættis­eið með eigin­mann sinn sér við hlið. Mike Pence, fyrr­verandi vara­for­seti, hélt á Biblíunni sem hún sór eiðinn á.
Fréttablaðið/AFP

Um er að ræða snekkjurnar Lega­­­cy og Pursuit. Þau hjónin eiga tíu sjó­­­för, bæði snekkjur og minni báta. Hvort þau hjónin séu um borð er ekki vitað.

Snekkjurnar tvær eru skráðar á Ca­yman-eyjum. Pursuit var smíðuð árið 2009, er 49 metrar að lengd og níu metrar á breidd. Lega­­cy er einum metra lengri, 9,31 metri á breidd og var smíðuð árið 2011. Hún er metin á um fimm milljarða dollara. Sam­­kvæmt vef­­síðunni Ves­­selfinder komu snekkjurnar hingað til lands frá St. Johns í Banda­­ríkjunum og lögðu af stað 9. júlí.

Pursuit er ein tíu sjó­fara í eigu þeirra hjóna.
Fréttablaðið/Anton Brink

Árið 2019 leystu skemmdar­vargar land­­festar annarrar snekkju í eigu Bet­­sy, SeaQu­est. Sú er metin á fimm milljarða króna. Skemmdir urðu á snekkjunni er hún rakst utan í hafnar­bakkann, sem metnar voru á um milljón krónur.

Tölur yfir auð­æfi De­Vos hjónanna eru nokkuð á reki en þau eru talin nema frá tveimur til fimm milljarða Banda­­ríkja­dala. Bet­­sy var auðugasti ráð­herrann í stjórn Trumps, þar sem mátti finna mikið af gríðar­­lega auðugu fólki. Eign þeirra í tengsla­­markaðs­­setningar­­fyrir­­­tækinu (e. Multi Le­vel Marketing) Amway myndar stærstan hluta eigna­­safns þeirra en auk þess eiga þau fjórðungs­hlut í NBA-liðinu Or­lando Magic.

Lega­cy er talin hafa kostað fimm milljarða króna.
Fréttablaðið/Anton Brink

Bróðir Bet­­sy er hinn um­­­deildi Eric Prince, sem stofnaði mála­liða­­fyrir­­­tækið Blackwa­ter. Mála­liðar á vegum þess hafa verið sakaðir um ýmsa glæpi en þeir gegndu stóru hlut­­verki í inn­rás Banda­­ríkja­manna og fleiri ríkja í Írak. Mála­liðar Blackwa­ter myrtu 17 Íraka og særðu tuttugu til við­bótar á Nisour­-torgi í Bag­hdad árið 2007. Fjórir starfs­menn Blackwa­ter voru dæmdir af al­ríkis­dóms­tól í Banda­ríkjunum fyrir aðild sína að fjölda­morðinu, þar af einn fyrir morð. Allir voru þeir náðaðir af Trump í desember í fyrra.

De­Vos var um­deild í em­bætti eins og margir af ráð­herrum í stjórn Trump.
Fréttablaðið/AFP