Lífið

Snapchat-stjarnan Gæi eignast son

Anna Björk eiginkona Gæa var dæmd fyrir fjárdrátt úr fyrirtæki þeirra þegar hún var langt gengin með barnið. Brotin þóttu stórfelld og var dómurinn ekki skilorðsbundinn að fullu.

Snapparinn Gæi er vinsæll meðal landsmanna, hann fagnar fæðingu fjórða barnsins - móðirin var dæmd fyrir fjárdrátt á meðgöngunni. Fréttablaðið/Snapchat

Snapchat-stjarnan Gæi og eiginkona hans Anna Björk Erlingsdóttir, eignuðust sitt fjórða barn síðasta föstudag. Þeim fæddist heilbrigður drengur og samkvæmt heimildum heilsast móður og barni vel.

Gæi er einn vinsælasti snappari landsins og fylgjast mörg þúsund Íslendingar með honum á degi hverjum. Það er alltaf stutt í grínið hjá bílakallinum Gæa sem sýnir frá sínu daglega lífi, vinnunni, fjölskyldunni og mörgu öðru. 

Þau hjónin komust síðast í fréttirnar þegar Anna Björk var dæmd fyrir fjárdrátt fyrr á þessu ári.  Brot hennar þóttu stórfelld og því var refsing hennar ekki skilorðsbundin að öllu leyti líkt og fram kom í dómnum en hún var dæmd í 16 mánaða fangelsi.

Sjá einnig: Dæmd fyrir 59 milljóna fjárdrátt úr fyrirtæki snappara

Gæi tjáði sig málið á Snapchat í kjölfarið:  „Það er það eina sem ég hef að segja og okkur þykir þetta ógeðslega leiðinlegt og það er ekki búið að vera auðvelt að draga andann síðustu vikur. Þetta hefur legið þungt á manni og maður hefur verið að rembast við að brosa í gegnum tárin,.“

Sjá einnig: „Það hefur ekki verið auðvelt að draga andann“.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Dómsmál

Dæmd fyrir 59 milljóna fjár­drátt úr fyrir­tæki snappara

Lífið

Kostnaður af lélegri svefnheilsu á við nýtt sjúkrahús

Lífið

Þörf fyrir fræðslu um svefn í skólum

Auglýsing

Nýjast

Skúli Mogen­sen og Gríma Björg á Sálna­safni

Breyting á klukku myndi bæta svefn

Fimm hlutu Fjöru­verð­launin í Höfða

Kitla Ari­önu fyrir nýjasta lagið vekur blendin við­brögð

Gefur vís­bendingar um bar­áttuna gegn Thanos

Eddi­e Murp­hy mætir aftur sem afríski prinsinn

Auglýsing