Bachelor-stjarnan Michelle Young nýtur sín á Íslandi um þessar mundir en hún hefur ásamt tveimur góðum vinkonum dvalið í kringum Vík í Mýrdal síðustu daga.

Í gærkvöldi fóru þær vinkonur í Reykjadal í Hveragerði og nutu lífsins í fallegu umhverfi.

Næsta stopp þeirra er hins vegar Snæfellsnes en eftir stutt stopp í Reykjadal brunuðu þær alla leið á Snæfellsnes samkvæmt nýjustu sögu Michelle á Instagram.

Fréttablaðið greindi frá veru Michelle á Íslandi fyrir helgi en aðeins nokkrum dögum áður tilkynnti hún og Nayte Olukoya sambandsslit sín. Þau höfðu verið saman í sex mánuði eftir að hafa trúlofast í þessum sívinsælu raunveruleikaþáttum.

Eins og sjá má virðast þær stöllur skemmta sér konunglega hér á landi.
Fréttablaðið/Skjáskot af Instagram