Spjall­þátta­stjórnandinn Snæ­björn Ragnars­son biðst inni­legrar af­sökunar á hegðun sinni og kveðst ætla að bæta sig, í ein­lægri færslu sem hann birti á Face­book síðu sinni. Snæ­björn lýsir því að nýjasta MeT­oo bylgjan auk sam­tals við Þor­stein Einars­son, í Karl­menns­kunni, hafi opnað augu hans.

„Ég hef beitt of­beldi án þess að vita af því. Og stundum hef ég vitað af því en kosið að líta fram hjá því, eða leyft sjálfum mér að njóta vafans um að hlutirnir hafi verið í lagi,“ segir Snæ­björn.

„Ég hef gert það í ljósi þess að sýnast frakkur, skemmti­legur og upp­á­tækja­samur en þegar ég legg spilin niður fyrir framan sjálfan mig sé ég að ég hef fyrst og síðast verið frekur.“

Valtaði yfir aðra

Snæ­björn kveðst hafa nálgast öll sín sam­skipti á eigin for­sendum segist al­mennt gera það sem hann vill. „Ég geri það oft harka­lega, geng beint til verks án til­lits til fólks í kringum mig og hef alltaf hugsað sem svo að ég skuli vaða á­fram með mitt þar til ein­hver kemur með sitt sjónar­mið, er ó­sam­mála eða leggur eitt­hvað til málanna.“

„Ég hef ekki áttað mig á er að ég sem ein­stak­lingur í al­gerri for­réttinda­stöðu hef með þessum að­ferðum ger­sam­lega valtað yfir aðra, og oftar en ekki konur.“ Stundum hafi hann kosið að heyra ekki eða beygt raun­veru­leikann eftir henti­semi.

Mikil­vægt að taka slaginn

„Mér líður ekki eins og ég hafi stór mál á sam­viskunni, ég vil að öllum líði vel og ég vil vera metinn sem maður sem lætur sig líðan annarra varða.“ Það sé frið­þægjandi. „En það breytir engu um það hvers­lags dólgur ég hef verið í sam­skiptum og al­var­leika þess.“

Mikil­vægt sé að horfa ekki í hina áttina og koma augu á ó­þægi­legu málin. „Það er sárt að horfast í augu við það að hafa sett eigin frekju ofar á listann en virðingu fyrir öðrum,“ segir Snæ­björn.

„Ég biðst inni­legrar af­sökunar á því og lofa að bæta mig með öllum ráðum. Ég er femín­isti. Ég trúi þol­endum. Ég vil gera mitt til þess að bæta sam­fé­lagið.“

Snæbjörn talar við fólk #0052 Þorsteinn V. Einarsson og Karlmennskan:...

Posted by Snæbjörn Ragnarsson on Thursday, May 13, 2021