Lífið

Smyrill á tólftu hæð: „Virtist alveg sama um okkur“

Smyrillinn er algengasti íslenski ránfuglinn og kemur stundum til byggða í leit að æti. Einn slíkur kom sér fyrir á byggingarkrana við Turninn í Kópavogi í dag og virti fyrir sér útsýnið.

Smyrillinn kom sér fyrir á krananum í dag og virti fyrir sér útsýnið Myndir/Friðgeir Torfi Gróuson Ásgeirsson

Starfs­fólk Meniga í Turninum í Kópa­vogi rak upp stór augu í dag þegar þau sáu fugl sitja á byggingar­krana þar í dag. Fuglinn lét það sig þó ekki varða að þau fylgdust með honum og tóku myndir og sat af­slappaður úti á meðan.

Skrif­stofa Meniga er stað­sett á tólftu hæð hússins og því var hann nokkuð hátt upp á byggingar­krana sem þar stendur fyrir utan.

„Það var svaka­lega gaman að sjá hann svona ná­lægt. Honum virtist alveg sama um okkur hinum megin við glerið,“ segir Frið­geir Torfi Gróu­son Ás­geirs­son, vöru­stjóri hjá Meniga, í sam­tali við Frétta­blaðið í dag.

Fálki eða smyrill?

Starfsfólkinu þótti líklegt að annað hvort um að ræða fálka eða smyrill. Fréttablaðið leitaði til Náttúrufræðistofnunar sem staðfesti að um smyril væri að ræða.

Kristinn H. Skarphéðinsson fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun segir í samtali við Fréttablaðið að það sé ekki óalgengt að sjá slíka fugla á byggðu svæði. Hann segir að bæði fálkar og smyrlar séu árvissir á þessu svæði en að smyrlar séu algengari. Þeir séu eflaust í leit að æti, svo sem smáfuglum eins og snjótittlingum.

Hann segir að þriðja fálkategundin hafi sést á höfuðborgarsvæðinu nýlega, það sé förufálkinn. Hann sé þó talsvert sjaldgæfari.  

Smyrillinn virtist afar slakur á krananum í dag Mynd/Friðgeir Torfi Gróuson Ásgeirsson

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Bóka­dómur: Elsk­endur í út­rýmingar­búðum

Lífið

Hundar skilja ótrúlega margt

Kynningar

Veisla fyrir hamingjusama hunda

Auglýsing

Nýjast

Brit gæðafóður fyrir kröfuharða hunda og ketti

Gott hundafóður skiptir öllu

Fiskeldi er sjálfbært og afturkræft

Qu­een-æðið hefur góð á­hrif á krakkana

Rekur sögur kvenna í þeirra eigin skóm

Það flaug engill yfir safnið

Auglýsing