Rit­höfundur Hall­grímur Helga­son hefur greinst með Co­vid-19. Hann greinir sjálfur frá þessu á face­book síðu sinni.

„Jæja það fór ekki svo að Kóvíð konungur næði manni ekki inn í ríki sitt. Ég er sem­sagt einn af þessum 72 sem smituðust í gær. Er vel flensaður og slappur en þó enn með bragð- og lyktar­skyn. Enda tvívarinn með Astra Zene­ca síðan í sumar. Guð blessi bólu­efnin!“ skrifar Hall­grimur.

Honum var í gær­kvöldi ekið á sótt­varnar­hótelið við Rauðar­ár­stíg og líkar honum vel þar.

„Hér er yndis­legt að vera með út­sýn yfir æsku­stöðvarnar og nafna á holtinu. Tíma­setningin gat alla­vega ekki verið betri. Sýning komin upp og allar bækur í búðir,“ skrifar Hall­grímur.

Hall­grímur var gestur í Vikunni með Gísla Marteini síðasta föstu­dag en gestir þáttarins eru nú komnir í sótt­kví að hans sögn.

„Vona svo bara að ég hafi ekki smitað neinn í settinu hjá honum Gísla Martein. Þau eru þrjú komin í sótt­kví mín vegna, hann sjálfur, Katrín Hall­dóra og Sóli Hólm eru ein­kenna­laus sem betur fer, og smit­skömmin því í lág­marki. Aðrir sem ég hitti á föstu­daginn eru í smit­gát. Allir nei­kvæðir að ég best veit,“ skrifar Hall­grímur og bætir við að gestir út­gáfu­teitis sem hann hélt á fimmtu­daginn sleppa við sótt­kví.

„ATH: Þið sem komuð í út­gáfu­teitið á fimmtu­dag þurfið ekki að bregðast við. Rakninga­t­eymið dregur línuna við föstu­dags­morgun. En við ykkur sem enn eigið eftir að láta bólu­setja ykkur segi ég: Gerið það strax!“ skrifar Hall­grímur að lokum.