Í september árið 1917 stofnaði bandaríski herinn opinberlega nefnd um fatnað flugmanna og hóf að útdeila álagsþolnum leðurjökkum með háum kraga, með renndum loftflipum, þröngum ermalíningum og mitti, sumir voru með kögri og aðrir fóðraðir með feldi.

Hið sérstaka einkennandi útlit sem við þekkjum á bomberjökkum í dag kom þó með MA-1 flugmannajökkunum sem bandaríski herinn byrjaði að nota upp úr 1950. Jakkinn var var framleiddur úr hágæða næloni og með pólýesterfóðri og sérstaklega hannaður með það í huga að nota allt árið um kring. Létt hönnunin hentaði vel í bæði hlýju og köldu veðri.

Hér má sjá gullfallegan ljósan silki bomberjakka í yfirstærð úr vor- og sumarlínu Vien í Mílanó.
Getty

Jakki fyrir alla

Bomber-jakkinn er heldur betur að koma sterkur inn í vor hjá öllum kynjum, enda er um að ræða fjölhæfa flík sem hentar margs konar líkamsvexti. Allt frá nælonjökkum í stíl áttunda áratugarins og pönkaðri útgáfum til síðra litríkra bomber-jakka í yfirstærð. Bomberjakkanum halda engin bönd þetta sumarið og voru tískupallarnir fyrir vor/sumar 2021 gjörsamlega á kafi í þessari klassísku og hentugu sumarflík.

Hugo Boss kann sitt þegar kemur að klassíkinni. Þessi ljósblái bomber-jakki verður sjúklega flottur í sumar með nýmóðins samanherptar ermar. Frá tískuvikunni í Mílanó í september síðastliðnum.
Getty

Sumarjakkinn í ár

Jakkarnir eru jafn mismunandi og þeir eru margir. Síðir og víðir, mittisstuttir, úr silkiblöndu, næloni, leðri, rúskinni, einlitir í dempuðum eða skærum litum eða með brjáluðu frumskógar- eða blómamynstri. Eitt sameinar þá alla og það er einkennandi sniðið með stroffi á ermum, jakkafaldi og oft á kraganum.

Bomber-jakkinn er afar hentug flík í sumar, og þá sérstaklega á Íslandi þar sem veður getur breyst líkt og hendi sé veifað. Hann lítur jafn vel út frárenndur eða upprenndur, þá er hann smart á öxlunum eða bundinn um mittið ef sólin skín of skært.

Bomber-jakkinn var snöggur að poppa upp á tískuvikunum og hér má sjá fyrirsætuna Clöru Berry í skemmtilega öðruvísi bomber-jakka á tískuvikunni í París.
Getty
Hugo Boss kann sitt þegar kemur að klassíkinni. Þessi ljósblái bomber-jakki verður sjúklega flottur í sumar með nýmóðins samanherptar ermar. Frá tískuvikunni í Mílanó í september síðastliðnum.
Getty