Við Baldursgötu 36 í Reykjavík er falleg risíbúð með þaksvölum föl fyrir 52,9 milljónir krónur.

Íbúðin er 64,2 fermetrar að stærð með þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi og sameiginlegu þvottahúsi.

Húsið er byggt árið 1938 og er með samtals sex íbúðir, tvær íbúðir á hverri hæð.

Risið er byggt síðar og er því nýrra en heildareignin.

Í lýsingu eignarinnar á fasteignavef Fréttablaðsins segir að eldhús og stofa er samliggjandi með aðgengi frá eldhúsi út á sólkríkar þaksvalir til suðausturs.

Íbúðin er skemmtilega innréttuð með svefnherbergisgangi, stofu með kamínu og aukinni lofthæð.

Stofa með aukinni lofhæð, kamínu ásamt því að vera útgengt á sólríkar svalir til suð-austurs.
Mynd/Domus Nova
Mynd/Domus Nova
Geymsluhólf út undir súð í stofu.
Mynd/Domus Nova
Þvottavél og þurrkari í sérhönnuðum skáp á svefnherbergisgangi.
Mynd/Domus Nova
Eldhús er opið inn í stofu með nýlegum tækjum ásamt innbyggðri uppþvottavél í innréttingu.
Mynd/Domus Nova
Baðherbergi er flísalagt með sturtuklefa og sturtugleri.
Mynd/Domus Nova
Mynd/Domus Nova
Mynd/Domus Nova
Mynd/Domus Nova