Afar fallegt einbýli við Grettisgötu 47 í miðbæ Reykjavíkur er til sölu.

Um er ræða 115,2 fermetra hús á þremur hæðum sem hefur verið mikið endurnýjað síðastliðin ár.

Gengið er inn á miðhæð hússins þar sem eldhús og stofa er samliggjandi í björtu og opnu rými. Eldhúsið er með fallega dökkgráa innréttingu og smart flísar á milli skápa og borðplötu.

Fallegur stigi leiðir upp á aðra hæð þar sem eru tvö rúmgóð svefnherbergi og baðherbergi með sturtu.

Í kjallara hússins er þriðja svefnherbergið ásamt baðherbergi, þvottahúsi og geymslu. Sér inngangur er einnig utan frá í kjallarann.

Sér bílastæði er við húsið ásamt rúmgóðri og afgirtri verönd aftan við húsið.

Nánar á fastaeignavef Fréttablaðsins.

Mynd/Stofan fasteignasala
Mynd/Stofan fasteignasala
Mynd/Stofan fasteignasala
Mynd/Stofan fasteignasala
Mynd/Stofan fasteignasala