Á tískuvikum síðustu ára hafa náttföt verið skemmtilega algeng. Oft eru þetta náttföt frá hátískumerkjum en það er hægt að fá falleg ódýr náttföt víða. Um að gera að hafa þau smá víð og jafnvel síð, klæða þau upp með hælum og áberandi eyrnalokkum þegar maður fer eitthvað fínna.

Maður getur auðveldlega farið í þeim beint út í búð, eftir að hafa unnið heima, við flotta strigaskó og auðvitað grímu.

Tísku-gyðjan Caroline Daur í flottu setti frá Ellie Saad á tískuvikunni í París. Í síðari kantinum og koma því vel út við hæla.

Þetta er góð tilbreyting við kósígallann sem hefur verið svo vinsæll síðasta árið.

Ítalski áhrifavaldurinn og hönnuðurinn Chiara Farragne í fallegu dökkbláu setti.
Gestur í náttfötum frá Louis Vuitt­on á sýningu tískuhússins í París.

Það er óþarfi að hræðast að leika sér með mynstur og liti, fylgihluti og skó. Vippa svo fallegri kápu yfir og þá gæti maður allt eins mætt í múnderingunni í hina fínustu veislu, síðar meir.

Þægindi og flottheit geta alveg gengið saman.

Í náttfötum frá Valentino á sýningu merkisins á tískuvikunni í París.
Falleg síð kápa og strigaskór taka náttfötin upp á næsta stig.
Litrík og blómaskreytt náttföt virðast sérstaklega vinsæl hjá tískusvísum.
Gestur á lleið á tískusýningu Dolce & Gabbana í litríkum náttfötum sem hún klæðir upp með eyrnalokkum og hælum.