Lífið

Smá stress en samt ákveðinn léttir

Arnór Dan Arnarson, söngvari í Agent Fresco, gefur út sitt fyrsta lag í dag sem heitir Stone by Stone. Fyrir utan að gefa lagið út er hann að skipuleggja Evróputúr og næstu plötu hljómsveitarinnar.

Arnór segir að á síðasta ári hafi komið tímabil þar sem Agent Fresco liðar hafi verið í öðrum verkefnum og hann náð að semja fjölmörg lög. Stone by Stone hafi verið lag sem snemma hafi verið ljóst að gaman yrði að klára. ?Það eru mörg lög ókláruð. „Þetta er bara byrjunin þar sem ég sendi út lög í mínu nafni.“ Mynd/Benjamin Hardman

Ég hef haft minna að gera,“ segir Arnór Dan Arnarson sem flestir þekkja sem söngvara Agent Fresco en hann gefur út sitt fyrsta lag, Stone by Stone, sem sólólistamaður í dag.

Fyrir utan að vera að gefa út lag og myndband, svara fjölmiðlafólki hér heima og erlendis, er Arnór að skipuleggja Evróputúr Agent Fresco sem hefst í byrjun næsta mánaðar.

„Við í Agent Fresco erum að fara í ferðina í september ásamt tveimur norskum hljómsveitum um Evrópu. Ný plata fer svo vonandi í tökur skömmu eftir túrinn en það er mikið af pælingum í gangi en hún er á réttri leið og verður mjög sérstök – ég lofa því.“

Arnór hefur gefið út mikið af efni en haft þá alltaf einhvern með sér. Hvort sem það er Agent Fresco, Ólafur Arnalds eða Yoko Kanno. Nú er öll ábyrgðin á honum sjálfum og því eðlilega smá stress. „Ég bjóst ekki við að það væri spenna eða stress en þegar ég tilkynnti um lagið þá komu fiðrildin í maganum á óvart. Ég er stanslaust búinn að vera að gefa út en þá með Agent Fresco, Ólafi Arnalds eða Broadchurch verkefninu. Öll ábyrgðin liggur nú hjá mér og það er geggjuð tilfinning. Mér finnst líka gaman að stýra ferðinni,“ segir hann.

Lagið Stone by Stone er unnið með Janusi Rasmussen og Sakarisi Emil Joensen en textinn er eftir hann sjálfan. Myndbandið var svo unnið í samstarfi við listamenn sem Arnór hefur fylgst með og dáð. „Ég fékk í raun akkúrat það fólk sem ég vildi vinna með eins og Benjamin Hardman og Amy Haslehurst. Unnur Elísabet dansari kom til mín með hugmynd fyrir verkið Ég býð mig fram, og úr varð samstarf sem sjá má í myndbandinu. Þetta er samsuða af fólki sem vill vinna saman og þannig endaði þetta verkefni – sem eitt stórt samstarfsprójekt.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Fræga fólkið í dag og fyrir tíu árum

Lífið

Ís­lendingar rasandi á Twitter eftir Kast­ljós í gær

Fólk

Litlu upp­lifanirnar gefi lífinu mesta gildið

Auglýsing

Nýjast

Vegan Jambalaya Huldu B. Waage

Á­hrifa­valdur segist ekki hafa ætlað að blekkja neinn

Sverrir klippti hnakka í Bird Box stíl

Frábærar lausnir fyrir hamingjusamt skrifstofufólk

Jonah Hill tekst á við drauga for­tíðar með jiu jitsu

Umbúðalaus matvöruverslun opnar í New York

Auglýsing