Theo­dór Már Guð­munds­son vakti nokkra at­hygli þegar frétta­stofa Ríkis­út­varpsins náði tali af honum að­fara­nótt sunnu­dags en hann var þá að vinna sem öryggis­vörður á bráða­mót­töku Land­spítala þegar úr­slit Al­þingis­kosninganna voru að skýrast.

Klippunni hefur nú verið deilt víða á sam­fé­lags­miðlum, til að mynda á YouTu­be og TikTok, og vekur það þar at­hygli hversu há­vaxinn Theo­dór er saman­borið við aðra starfs­menn spítalans sem stóðu honum við hlið en hann er tveir metrar og átta sentí­metrar á hæð.

„Það er bara gaman að gleðja,“ segir Theo­dór sjálfur um málið í sam­tali við Frétta­blaðið en hann sá klippuna þegar hún var sýnd í kosninga­sjón­varpinu í kringum klukkan fjögur um nóttina.

Nokkrir sem skrifuðu um­mæli við klippuna bentu á það að það hafi tekið langan tíma fyrir mynda­töku­manninn að færa sig úr hæð hinna starfs­mannanna og í hans hæð. „Já ein­mitt, hann sagði að hann ætlaði að gera þetta svona,“ segir Theo­dór léttur í bragði.

„Ég vissi ekki að þetta væri svona fyndið, mér fannst það ekki, en svo eru bara allir að hlæja voða mikið að þessu, þannig það er bara gaman að geta látið fólk hlæja.“

Hæðin vekur reglulega athygli

Að­spurður um hvort að hæð hans veki reglu­lega at­hygli segir Theo­dór svo vera. „Ég lendi oftast í því nokkrum sinnum á dag, þetta ein­hvern veginn virðist vera eitt af því sem skil­greinir ein­hvern veginn hver ég er,“ segir Theo­dór.

Það er þó mikið meira á bakvið Theodór sem er 27 ára og býr á höfuð­borgar­svæðinu ásamt fjórum kisum. Hann er í aflraunum og segir að það sé í mestum forgangi í lífi sínu að æfa og verða sífellt betri.

Hann hefur keppt á hinum ýmsu mótum í aflraunum um land allt, þar á meðal Sterkasti maður Ís­lands. Þá er hann einnig og virkur á sam­fé­lags­miðlum á borð við Insta­gram þar sem hann leyfir fólki að fylgjast með fram­förum sínum.