Kynningar

Skýrar og skilvirkar lausnir

Basic Markaðsstofa sérhæfir sig í traustum vef- og markaðslausnum. Aðalsmerki fyrirtækisins eru framúrskarandi þjónusta, sanngjarnt verð, áreiðanleiki og ánægja viðskiptavina.

Kjartan Geirsson, framkvæmdastjóri Basic Markaðsstofu ásamt Manuel Rodriguez, hönnuði. MYND/STEFÁN

Markmið Basic Markaðsstofu er að veita framúrskarandi þjónustu fyrir sanngjarnt verð í vefsíðugerð og hönnun. Við aðstoðum einnig félög með stafræna markaðssetningu, þar með talda samfélagsmiðla,“ upplýsir Kjartan Geirsson, framkvæmdastjóri Basic Markaðsstofu.

Hann segir rekstur og velgengni Basic fyrst og fremst snúast um mannauð fyrirtækisins.

„Eftir að hafa unnið í fjölda frumkvöðlaverkefna á undanförnum árum hef ég kynnst einstaklega kláru og flottu fagfólki sem er frábært að vinna með. Upp frá því varð Basic Markaðsstofa til,“ útskýrir Kjartan um tilurð fyrirtæki síns sem hann stofnaði síðastliðið haust.

„Teymið okkar er með fjölbreyttan bakgrunn og það er gríðarlegur styrkur fyrir alla hugmyndavinnu. Eins og nafnið Basic gefur til kynna reynum við ávallt að einfalda hlutina fyrir notandann, þó að verkefnin geti verið flókin, því ef fólk pælir í því eru skýrar og skilvirkar lausnir mun líklegri til árangurs en þær sem innihalda meira flækjustig. Það á svo sannarlega við í okkar fagi,“ bætir Kjartan við.

Fiat eða Porsche?

Að sögn Kjartans þurfa nánast öll fyrirtæki í dag að vera aðgengileg á vefnum, bæði með góðri vefsíðu og að mörgu öðru leyti.

„Val á samstarfsaðila getur verið mjög snúið, einkum fyrir minni aðila. Það getur verið erfitt fyrir rekstraraðila eða frumkvöðla að átta sig á því hvert þau eiga að leita eftir aðstoð og hvað þau megi búast við að fá fyrir peninginn. Einmitt þess vegna lítum við á þarfagreiningu sem mikilvægan lið í okkar starfi. Viðskiptavinurinn á rétt á því að vita hvort hann er að kaupa Fiat eða Porsche. Við leggjum því mikla áherslu á að okkar viðskiptavinir fái raunhæfa kostnaðar- og tímaáætlun í hendurnar áður en hafist er handa. Þess vegna er skilningur á rekstri og markmiðum viðkomandi aðila svo mikilvægur.“

Kjartan er alsæll yfir þeim góða árangri sem Basic hefur náð á þeim stutta tíma síðan fyrirtækið var stofnað.

„Hópur viðskiptavina okkar er fjölbreyttur og verkefnin eru krefjandi og skemmtileg. Við erum nýbúin að klára flottan ferðavef fyrir Visitor’s Guide útgáfuna og er sá vefur að blómstra. Við horfum nú björtum augum til framtíðar og hlökkum mikið til að takast á við fleiri krefjandi verkefni með áreiðanleika, hreinskilni og ánægju viðskiptavina okkar að leiðarljósi.“

Basic Markaðsstofa er í Sundaborg 9. Sími 537 6700. Sjá nánar á basic.is

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kynningar

Næring+ nýr drykkur frá MS

Kynningar

Leikvöllur fyrir alla fjölskylduna

Kynningar

Heillandi vetrarparadís í norðri

Auglýsing

Nýjast

Teitur og Kara­batic í dag og fyrir tíu árum

Ellý: Ein­hver í Seðla­bankanum þarf rassskell

Rúnar filmaði fæðingu ó­­­kunnugrar konu

Viðkvæmnin „komin út fyrir öll eðlileg mörk“

Rúrik og Nathalia á landsleiknum

Partýbollur sem bregðast ekki

Auglýsing