Lands­lið kven­kyns sam­fé­lags­miðla­stjarna gistu í sama sumar­bú­stað og stór­stirnið Justin Bieber gisti í, þegar hann kom hingað til lands árið 2015.

Um­ræddur sumar­bú­staður er einkar glæsi­legur og stað­settur í Gríms­nesi á Suður­landi, líkt og svo margir aðrir flottir bú­staðir.

Eins og Frétta­blaðið greindi fyrst frá í dag eru stúlkurnar nú saman í ferða­lagi úti á landi. Þar kíktu þær í dag meðal annars í fjór­hjóla­ferð og í báta­ferð. Þá sést að þær skelltu sér líka í karaokí.

Um er að ræða þær Sunn­evu Einars, Birgittu Líf, Kristínu Péturs, Hildi Sif Hauks, Magneu Björg, Ínu Maríu og Ást­rósu Traustadóttir, úr Allir geta dansað.

Líkt og al­þjóð veit mætti Bieberinn hingað til lands árið 2015. Þar ferðaðist hann um Suður­land og tók upp mynd­skeið fyrir mynd­bandið sitt fyrir lagið „I'll Show You.“ Hann mætti svo að sjálf­sögðu í Kórinn í septem­ber árið eftir og sigraði hjörtu Ís­lendinga.

Eins og sjá má á myndum hér að neðan væsir ekki um skvísurnar í bú­stað Bieber.

Fréttablaðið/Skjáskot
Fréttablaðið/Skjáskot
Fréttablaðið/Skjáskot
Fréttablaðið/Skjáskot
Fréttablaðið/Skjáskot
Fréttablaðið/Skjáskot
Fréttablaðið/Skjáskot
Fréttablaðið/Skjáskot
Fréttablaðið/Skjáskot