„Ég er mjög mikið jólabarn og á afmæli í desember. Þetta er því uppáhalds tíminn minn,“ segir fatahönnuðurinn Hildur Yeoman, sem nú er í óðaönn að taka upp nýju jólalínuna sína.

„Línan er full af fallegum kjólum, skvísulegum settum, partítoppum, flauelskjólum og pallíettustuði; fullkomið fyrir þennan hátíðlega og skemmtilega tíma,“ segir Hildur sem opnaði á dögunum stóra og glæsilega verslun á Laugavegi 7.

„Já, við höfum verið að stækka heiminn okkar mikið undanfarið og bjóðum nú einnig upp á djúsí glimmer prjónafatnað í bland við hlý og mjúk prjónasett og peysur. Við erum líka ofurspennt fyrir nýju sokkalínunni okkar sem kemur nú fyrir jólin, en munstrið í sokkunum og prjónasettunum okkar er unnið út frá prentunum okkar,“ greinir Hildur frá.

Dóra Júlía í búðarglugganum

Hildur er komin í mikið jólaskap.

„Miðborgin er svo dásamleg í desember og það ríkir svo mikill jólaandi í bænum. Allir skoppandi um í snjónum, að fá sér jólaglögg og versla jólagjafir,“ segir Hildur og tendrar loga á nýjum kertum í búðinni sinni.

„Við hönnuðum kerti sem við látum framleiða hjá gömlu fjölskyldufyrirtæki í Grikklandi. Kertin eru öll handgerð og mikið dúllað við hvert eintak,“ upplýsir hún, full tilhlökkunar.

„Við hlökkum til að taka á móti öllum dásamlegu kúnnunum okkar og í dag, föstudaginn 3. desember, á milli klukkan 16 og 18, mun Dóra Júlía spila jólalög í glugganum. Einnig fylgir fallegur kaupauki með fyrir kaupendur jólalínunnar á meðan birgðir endast.“

Hérmá sjá jólalínu Hildar Yeoman.