Lífið

Skutu föstum skotum að fjöl­miðla­full­trúanum

Spjallþáttastjórnendurnir Stephen Colbert og Jimmy Kimmel skutu í gær föstum skotum að Söruh Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúa Trump ríkisstjórnarinnar.

Spjallþáttastjórnendurnir fóru að kostum við að ræða fullyrðingar Sanders.

Spjallþáttastjórnendurnir Stephen Colbert og Jimmy Kimmel skutu í gær föstum skotum að Söruh Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúa Trump ríkisstjórnarinnar fyrir að hafa deilt unnu myndbandi af blaðamanninum Jim Acosta á Twitter síðu sinni. 

Hvíta húsið staðfesti í vikunni að það hefði afturkallað blaðamannapassa og þar með aðgang Acosta að Hvíta húsinu eftir að blaðamaðurinn spurði Bandaríkjaforseta gagnrýninna spurninga um ummæli hans um innflytjendur í aðdraganda miðkjörskosninganna. 

Við umrætt myndband skrifar Sanders að Hvíta húsið standi við afturköllunina vegna „ósæmilegrar hegðunar blaðamannsins sem sjáist greinilega í umræddu myndbandi.“ Blaðamaðurinn hefur sjálfur sagt að um óforskammaða lygi sé að ræða. 

Í innslagi sínu í þætti gærdagsins sagði Colbert að vinnsla og birting myndbandsins hlyti að vera tilefni til brottrekstrar fjölmiðlafulltrúans. „Eða eins og þau kalla það í Trump stjórninni: fimmtudagur,“ og vísaði þar í stöðuga brottrekstra forsetans á helstu forsvarsmönnum ríkisstjórnar sinnar.

Kimmel tók undir með Colbert og í sama streng, það hlyti að vera tilefni til brottrekstrar að blaðafulltrúinn hafi unnið myndband til þess að koma óorði á blaðamanninn. Þá gerði hann jafnframt stólpagrín að Kellyanne Conway, talsmanni ríkisstjórnarinnar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Sam­þykktu geim­þátt Carell og höfunds The Office um leið

Lífið

Tókust á við óttann við drukknun

Lífið

Fékk prest til að blessa hundinn sinn

Auglýsing

Nýjast

Það sem er um­deilt í kringum Green Book

Sarah Michelle Gellar elskar Buf­fy hlað­varp Hug­leiks

Vegan karríréttur Margrétar Weisshappel

Dóttirin sló í gegn í stúdíóinu

Doktor.is: Svefntruflanir og afleiðingar

Byrjaði að rappa í Kópavogi

Auglýsing