Skurð­læknirinn Tómas Guð­bjarts­son birti í dag mynd­band á Face­book þar sem hann svarar því með kómískum hætti af hverju læknapör á Ís­landi séu svona al­geng.

Að hans sögn hefur þetta mikið að gera með kúrsinn skurð­læknis­fræði hjá Há­skóla Ís­lands en sam­kvæmt Tómasi er hann „eins og Tinder á sjálf­stýringu.“

Hann fer í mynd­bandinu yfir myndir af öllum nem­endum á­fangans og segir Tómas að lækna­ritarinn sinn beri mikla á­byrgð á því hvernig nem­endur hafa endað saman.

„Ég var með ritara sem hafði mikinn á­huga á því, þegar nám­skeiðið var að byrja hjá okkur á haustin, hverjir voru á lausu og hverjir ekki,“ segir Tómas kíminn.

„Þannig hún kom inn til mín og strikaði yfir alla sem voru á föstu og svo var hún að velta fyrir sér hverjir væru flott par. Ég get stoltur sagt það að slatti af sam­böndum sem hafa orðið til í kúrsinum því okkar tókst að para saman þá sem voru ein­hleypir í alls­konar verk­efna­vinnu og að­gerðir,“ segir Tómas.

Hann bætir við að lokum að öll þessi sam­bönd hafa hins vegar ekki enst en að þetta sé skemmti­legur hluti af starfinu. „Þau vita ekki af þessu krakkarnir en hér er allt lagt undir,“ segir Tómas að lokum.

Myndbandið má sjá hér að neðan.