Ingileif Friðriksdóttir, sjónvarps- og fjölmiðlakona fékk óvænt botnlangakast á dögunum og þurfti að gangast undir skurðaðgerð í miðju fríi á Spáni.
Ingileif birti mynd af sér í hjólastól á Instagram í gær ásamt eiginkonu sinni, Maríu Rut Kristinsdóttur, upplýsingafulltrúa UN Women og syni þeirra Rökkva.
„Við látum óvænt botnlangakast og skurðaðgerð ekki skemma fríið okkar. Ég er vissulega búin að vera rúmliggjandi síðan á mánudag en langaði svo að eiga daginn í dag með mínum allra bestu og þá voru bara fundnar leiðir til að láta það gerast,“ skrifar Ingileif undir myndina.
„Einhverra hluta vegna virðist heilsufarsvesen elta mig á ferðalögum svo ég er orðin ansi æðrulaus gagnvart öllu svona löguðu. Að fá að vera hérna með öllu besta fólkinu mínu er það eina sem skiptir máli.“