Næstkomandi helgi verður Jólahelgi Skúmaskots og þá verður mikið um dýrðir og jólaandinn mun svífa yfir. „Á Jólahelginni okkar verður jafn yndisleg stemning og ávallt er í Skúmaskoti, nema með dass af piparkökuilm og jólalögum. Þá er tilvalið að kíkja og fá aðventuandann beint í fangið. Við erum með fulla búð af fallegri íslenskri hönnun, og ekkert fjöldaframleitt. Við njótum þess að hanna og gera handverkin okkar og finnum að það er gaman að gefa einstakar gjafir. Í tilefni Jólahelgarinnar munum við líka vera með tilboð á völdum vörum,“segir Ragna Ingimundardóttir leirlistamaður. Ragna ásamt samstarfskonum sínum er í óðaönn að undirbúa Jólahelgina í Skúmaskoti og þær stöllur vita fátt skemmtilegra en að taka móti gestum í aðventunni. Konurnar sem standa að baki Skúmaskots með Rögnu eru Erla Dóra Gísladóttir skartgripahönnuður undir nafninu Eddó design, Edda Skúladóttir klæðskeri sem hannar undir merkinu Fluga, Margrét Steinunn Thorarensen er eigandi fyrirtækisins Interior.is, Katrín Þórey Ingadóttir, gullsmiður, Þorgerður Hlöðversdóttir textíl listakona og Sigríður Sif Gylfadóttir hönnuður.

Skúmaskot Ragna 01.jpg

Leirlistaverk Rögnu fanga augað í upprunulegu hillum gömlu Fatabúðarinnar en Ragna sækir innblástur sinn úr umhverfinu og blandar alla sína glerunga og liti sjálf. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI.

Elska að skapa saman fallegt gallerí

Hver er tilurðin bak Skúmaskot og markmiðið?  „Fjölbreytnin ræður ríkjum og  lögð er áhersla á að í framboði í galleríinu sé aðeins vönduð vara sem gerð er á Íslandi í takmörkuðu upplagi. Gaman er líka að segja frá því Skúmaskot hefur alltaf verið rekið af konum síðan það opnaði dyr sínar vorið 2014. Við elskum að vinna saman að því að skapa fallegt gallerí og verslun með persónulega þjónustu og einstakar vörur beint frá listamönnum. Þú hittir alltaf á að minnsta kosti eina okkar þegar þú kemur í heimsókn og færð fróðleik um hönnunarferlið og fleira.“

Skúmaskot Ragna 02.jpg

Edda klæðskeri hannar undir merkinu Fluga vinnur munstrin sjálf með handlitun og/eða handmálun í hverri flík. FRÉTTABLAÐIÐ SIGTRYGGUR ARI.

Í auknum mæli farið að meta íslenska list

Finnið þið aukinn áhuga á íslensku handverki og hönnun? „Áhuginn á íslensku handverki og hönnun er ávallt til staðar, en það er vitund fólks um alla vinnuna sem liggur að baki sérhverjum grip sem er að færast í aukana og finnst okkur fólk í auknum mæli farið að meta íslenska hönnun og list að þeim verðleikum sem hún á svo sannarlega skilið.“

Skúmaskot Ragna 07.jpg

Skúmaskot Ragna 12.jpg

Púðalína Margrétar Steinunnar Thorarensen eiganda Interior.is er eingöngu unnin úr náttúrulegum og umhverfisvænum efnum eins og ull og roði. FRÉTTABLAÐIÐ SIGTRYGGUR ARI.

Skúmaskot Ragna 16.jpg

Tveir skartgripahönnuður, Katrín Þórey Ingadóttir gullsmiður og Erla Dóra Gísladóttir eru með skartgripalínur sínar í Skúmaskoti og hafa báðar skapað sér sinn eigin sérstaka stíl með ólíkum hætti. FRÉTTABLAÐIÐ SIGTRYGGUR ARI.

Hér má sjá hluta af flórunni af íslensku handverki og hönnun sem er að finna í Skúmaskoti.

Skúmaskot Ragna 11.jpg

Skúmaskot Ragna 13.jpg

Skúmaskot Ragna 06.jpg

Skúmaskot Ragna 03.jpg

Takið eftir hirslunum sem prýða galleríið en allar hirslur Fatabúðarinnar standa enn og anna hlutverkinu sínu vel.

Skúmaskot Ragna 08.jpg

Hægt er að fræðast frekar um konurnar bak við Skúmaskot og hönnun þeirra á heimasíðu Skúmaskots:

https://www.skumaskoticeland.com/