Sjávar­villa Skúla Mogen­sen að Hróls­skála­vör 2 á Sel­tjarnar­nesi er nú til sölu en þetta kemur fram á vef­síðunni ocean­villa­iceland.com og er um að ræða eitt verð­mætasta hús landsins.

Skúli keypti húsið árið 2016 af Eiríki Sigurðssyni, sem gjarnan var kenndur við 10-11. Húsið er hannað af þeim Ste­ve Christer og Margréti Harðar­dóttur hjá Stu­dio Granda. Á vef­síðunni má sjá innan­húss­arki­tektúr hússins, kort af húsinu sjálfu auk upp­lýsinga um Sel­tjarnar­nes en lögð er sér­stök á­hersla á sjávar­út­sýnið á síðunni.

Fram kemur á síðunni að húsið er 630 fer­metrar að stærð en fast­eigna­mat hússins er 261 milljónir króna. Þrjú svefnherbergi eru í hússinu og fimm baðherbergi og er allri lýsingu stýrt með sérstakri tækni.

Þá er þar meðal annars að finna tvo nudd­potta, sér­til­búið moldar­her­bergi, líkams­ræktar­sal og heima­bíó svo eitt­hvað sé nefnt. Húsið var fyrst skráð á félag í eigu Skúla en var síðar fært yfir á nafn hans.

Stundin greindi frá því í fyrra að Skúli hefði veðsett húsið fyrir um 360 milljónir króna, þegar flugfélagið WOW air réri lífróður. Ekki kemur fram uppsett kaupverð en heimildir Skotsilfurs Markaðsins frá því í ágúst herma að ásett verð sé um 700 milljónir króna.