Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air og unnusta hans, Gríma Björg Thorarensen eignuðist son í gær.

Skúli tilkynnti þetta á Facebook í dag:

„Litli prinsinn mætti með látum í gær kl 10.54, heilbrigður, stæltur og glæsilegur eins og móðir sín. 53 cm og 4.160 kg. Allt gekk eins og í sögu og pabbi að springa úr stolti!"

Er þetta fyrsta barn þeirra saman en Skúli á þrjú börn með fyrrverandi eiginkonu sinni.

Gríma starfaði sem flugfreyja hjá WOW air en hún útskrifaðist sem innanhússarkitekt í fyrra.

Parið hefur verið saman frá því árið 2016.