Skúli Mogen­sen, fyrr­verandi for­stjóri WOW air, og innan­hús­hönnuðurinn Gríma Björg Thoraren­sen eiga von á barni en mbl.is greinir frá þessu.

Gríma er komin rúm­lega fjór­tán vikur á leið og er þetta hennar fyrsta barn en Skúli á þrjú börn fyrir með fyrr­verandi eigin­konu sinni, Margréti Ás­geirs­dóttur.

Gríma er fædd árið 1991 og Skúli árið 1968 en þau byrjuðu saman árið 2017. Gríma hafði starfað sem flugfreyja hjá WOW air áður en hún hóf nám í innanhúshönnun í Bretlandi