Lífið

Skuggar í skjóli nætur

Í gær var tilkynnt að hljómsveitin Sálin hans Jóns míns myndi leggja niður störf eftir tónleika í Hörpu í október. Sálin hefur verið starfrækt síðan 1988 og hefur verið eins stærsta og vinsælasta hljómsveit landsins síðan. Fréttablaðið rifjar upp magnaðan tíma hljómsveitarinnar.

Tónleikar Sálarinnar hafa löngum þótt stórkostleg skemmtun. Fréttablaðið/Daníel

Sálin hans Jóns míns sló strax í gegn. Stefán Hilmarsson var sendiherra Íslands í Eurovision 1988 og opnaði hljómsveitin þá nýjasta skemmtistað Reykjavíkur, Bíókjallarann í Lækjargötu 10. Þar voru tekin upp lög sem fóru á plötuna Syngjandi sveittir. Upphaflega var áætlað að spila sálartónlist í þrjá mánuði en vinsældir komu í veg fyrir að síðasti tónninn yrði sleginn.

Lagið Á tjá og tundri hljómaði ótt og títt í útvarpi og platan seldist vel. Þeir Jón Ólafsson, Rafn Jónsson og Haraldur Þorsteinsson gengu þó á ný til starfa með Bítlavinafélaginu haustið 1988 en Stefán og Guðmundur héldu áfram. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og nánast endalausir smellir runnið frá bandinu á 14 plötum.

Hljómsveitin prófaði sig erlendis sem Beaten Bishops og sneri plötunni Hvar er draumurinn? upp á ensku og hét hún Where’s my destiny?

Sagt er að hljómsveitir hætti aldrei en nú er komið að því að slá lokatóninn í stórkostlegri sögu hljómsveitarinnar. Verður hann sleginn í Hörpu á kveðjutónleikum í október. Trúlega munu færri komast að en vilja enda saga Sálarinnar samofin sögu Íslendinga í hartnær 30 ár.

Sálin hans Jóns míns á tónleikum í Studíó 12 í RÚV Efstaleiti. Fréttablaðið/Pjetur

Plötur Sálarinnar

1988 Syngjandi sveittir

1989 Hvar er draumurinn?

1991 Garg

1992 Þessi þungu högg

1995 Sól um nótt

1998 Gullna hliðið

1999 12. ágúst 99

2000 Annar máni

2001 Logandi ljós

2003 Vatnið

2005 Undir þínum áhrifum

2006 Sálin og Gospel

2008 Arg

2008 Vatnaskil Gefin út í tilefni af 20 ára afmæli sveitarinnar. Öskjurnar innihalda allar tólf plötur Sálarinnar auk þeirrar þrettándu, sem hýsir „munaðarleysingja“, þ.e. lög sem komið hafa út á ýmsum safnplötum í gegnum árin en hafa ekki átt samastað á breiðskífum sveitarinnar.

2010 Upp og niður stigann

2013 Glamr

Stefán Hilmarsson hefur lengi verið í fararbroddi íslenskra söngvara. Fréttablaðið/Daníel

Nokkrir stórsmellir

Sódóma

Þú fullkomnar mig

Hjá þér

Undir þínum áhrifum

Orginal

Auður

Ekkert breytir því

Haltu fast í höndina á mér

Hvar er draumurinn?

Vængjalaus

Getur verið

100.000 volt

Kanína

Ábyggilega

Ég þekki þig

Krókurinn

Sálin spilar á Hamborgarafabrikkunni þegar nýr hamborgari var þar vígður.
Sálin hans jóns míns í allri sinni dýrð í Hörpu. Mynd/Guðmundur Lúðvíksson
Stefán Hilmarsson og Pétur Kristjánsson í Njálsbúð í júlí 1992. rasi
Guðmundur og Stefán í syngjandi sveiflu árið 1991.
Ungir menn fyrir mörgum árum.
Guðmundur að öskra úr sér lungun og plokka gítarinn.
Sálin spilaði nokkrum sinnum með Gospel kórnum.
Sálin spilaði nokkrum sinnum á Nasa og slógu alltaf í gegn.
Stefán og Guðmundur í góðu glensi.
Íris Kristinsdóttir og Stefán sungu eftirminnilegan dúett þar sem lagið Orginal fékk nýjan svip og sló í gegn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Teitur og Kara­batic í dag og fyrir tíu árum

Lífið

Ellý: Ein­hver í Seðla­bankanum þarf rassskell

Lífið

Rúnar filmaði fæðingu ó­­­kunnugrar konu

Auglýsing

Nýjast

Viðkvæmnin „komin út fyrir öll eðlileg mörk“

Rúrik og Nathalia á landsleiknum

Næring+ nýr drykkur frá MS

Partýbollur sem bregðast ekki

Orkudrykkir eru ekki fyrir börn

Arnold bauð Fjallinu í kvöldmat og kósí

Auglýsing