Á­huga­verð sjón blasti við veg­far­endum í mið­bæ Reykja­víkur síðast­liðið föstu­dags­kvöld þegar 800 hest­afla Porsche bíll skreyttur jóla­skrauti og 1200 blikkandi jóla­ljósum skransaði um götur bæjarins. Þetta er í annað sinn sem fé­lagarnir Axel Fannar Sveins­son, Emil Örn Kristjáns­son og Fannar Þór skreyta bílinn með þessum hætti og á­kváðu þeir að ganga að­eins lengra í þetta sinn.

„Við gerðum þetta í fyrra og á­kváðum að endur­taka leikinn, bjuggum þarna til smá sögu­þráð og fengum leyfi til þess að ýta bílnum inni í Kringlunni eina kvöld­stund,“ segir Axel í sam­tali við Frétta­blaðið. Að sögn Axels var lítið mál að koma bílnum inn í Kringluna, sem þeir gerðu eftir lokun síðast­liðinn fimmtu­dag.

Félagarnir fengu leyfi til þess að fara með bílinn inn í Kringluna í síðustu viku.
Mynd/Skjáskot

Fyllstu varúðar gætt

Því næst keyrðu fé­lagarnir bílinn um mið­bæinn á föstu­dags­kvöldinu. „Hann vakti mikla lukku en það endaði með því að við fengum smá til­tal frá löggunni,“ segir Axel en lög­reglan sektaði fé­lagana fyrir há­vaða og að vera með jóla­ljós á bílnum. „Það voru samt allir rosa­lega á­nægðir með þetta og þegar við vorum stoppaðir voru örugg­lega hundrað eða hundrað og fimm­tíu manns sem komu að skoða bílinn.“

„Þegar við vorum að gera eitt­hvað sem var talið hættu­legt þá létum við alla vita hvað væri að fara að gerast og stoppuðum um­ferðina og svona,“ segir Axel og í­trekar að fyllstu var­úðar hafi verið gætt þegar kom að ferðum bílsins.

Bíllinn vakti mikla lukku meðal vegfarenda.
Mynd/Skjáskot

Gæti orðið að árlegri hefð

Að­spurður hvort fé­lagarnir komi til með að endur­taka leikinn á næsta ári segir Axel að þeir muni sjá til. „Við munum samt alveg örugg­lega gera þetta á næsta ári aftur, þetta er farið að verða svo­lítil hefð,“ segir Axel að lokum.

Axel og Emil standa að baki síðunnar Cold Start sem sér um að framleiða efni sem tengist íslenskri bílamenningu. Þá er bíllinn í eigu Fannars sem stendur að baki F2 síðunnar. Þá komu ýmsir aðilar að gerð myndbandsins sem sjá má hér fyrir neðan.