Föstudaginn 15. apríl klukkan 16 verður opnuð sýning á verkum Fritz Hendriks IV í Úthverfu á Ísafirði. Sýningin ber heitið Skrölt / A Sad Scroll og stendur til sunnudagsins 15. maí.
Fritz Hendrik IV (f. 1993) er íslenskur myndlistarmaður sem að býr og starfar í Reykjavík. Fritz hefur meðal annars haldið einkasýningar í Kling og Bang og Bærum Kunsthall í Noregi auk þess að hafa tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis og erlendis. Verk Fritz eru í eigu einkaaðila og safnara sem og Listasafns Íslands og Listasafns Reykjavíkur.