Lífið

Skrifaði Rowling bréf í barnæsku og fékk svar á Twitter

Höfundur Harry Potter bókanna svaraði bréfi á Twitter sem Twitter notandi skrifaði þegar hún var 11 ára gömul.

JK Rowling er mikilsmetin af aðdáendum sínum. Fréttablaðið/Getty

Það virðist aldrei vera of seint að senda bréf á JK Rowling, höfund Harry Potter bókanna, ef marka má færslu Twitter notandans SYatigammana, frá Sri Lanka.

Umræddur notandi tók mynd af bréfi sem hún skrifaði höfundinum þegar hún var 11 ára gömul og fann í bókinni um Harry Potter og blendingsprinsinn. Í bréfinu hrósaði hún meðal annars höfundinum fyrir bókina. 

„Hvernig dettur þér eiginlega í hug þessar mögnuðu hugmyndir?! Endirinn var eiginlega frekar sorglegur af því að Dumbledore dó. En ég skil það því ef hann hefði ekki dáið hefði sjöunda bókin ekki verið jafn góð! Ég vona virkilega mikið að þú haldir áfram að koma með svona frábærar hugmyndir og skrifa aðra bók, þá meina ég eftir að sjöundu bókinni lýkur.“

Rowling deilir færslu SYatigammana og svarar bréfi hennar. 

„Kæra fortíðar þú. Þakka þér kærlega fyrir bréfið þitt, sem ég elskaði! Nú hefur þú sent mér þetta á skrítnum hlut sem heitir Twitter, sem ég get ekki útskýrt vegna þess að við fáum svo fá orð. En takk fyrir að skilja þetta með Dumbledore! Sumir gera það ekki. Með ást, Jo x.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Sam­þykktu geim­þátt Carell og höfunds The Office um leið

Lífið

Tókust á við óttann við drukknun

Lífið

Fékk prest til að blessa hundinn sinn

Auglýsing

Nýjast

Það sem er um­deilt í kringum Green Book

Sarah Michelle Gellar elskar Buf­fy hlað­varp Hug­leiks

Vegan karríréttur Margrétar Weisshappel

Dóttirin sló í gegn í stúdíóinu

Doktor.is: Svefntruflanir og afleiðingar

Byrjaði að rappa í Kópavogi

Auglýsing