Menning

Skrifaði barna­­bók um ó­kunnuga ís­lenska konu

Bandarískur rithöfundur skrifaði sögu upp úr frásögn Margrétar Katrínar Jónsdóttur. Sagan kom út í nóvember og fjallar um hina níu ára Margréti og álfa.

Bókin fjallar um hina íslensku Margréti sem lendir í ævintýrum með hjálp frá álfunum. Mynd/Aðsend

Hin íslenska Margrét Katrín Jónsdóttir varð skiljanlega nokkuð hissa þegar bandaríski rithöfundurinn Sojourn Wallace sendi henni skilaboð á Facebook og spurði hvort hún mætti skrifa sögu um hana. Konurnar tvær þekktust ekki neitt, en Wallace hefur í nokkurn tíma safnað sögum kvenna frá hinum ýmsu heimshornum og notað sögurnar sem efnivið í barnabækur. 

Íslenskir álfar í enskri barnabók

Wallace þekkir ekki þær konur sem hún ræðir, en markmið hennar er að segja sögu kvenna frá öllum löndum heimsins. Bókin um Margréti ber nafnið: „Margrét & the Elves of Iceland‘s Second Realm,“ eða Margrét og annað konungsríki íslensku álfanna.

Bókin kom út í lok nóvember.

Sem fyrr segir hafði Wallace samband við Margréti fyrir einskæra tilviljun, en rithöfundurinn var á leið til Íslands og hélt að Margrét væri eigandi íbúðar sem hún hafði hug á að leigja. Eigandi íbúðarinnar ber nafn svipað nafni Margrétar og sendi hún Margréti Katrínu því skilaboð á Facebook, sem útskýrði fyrir Wallace að hún hefði farið nafnavillt og urðu samskipti ekki meiri að sinni. 

„Svo þegar hún er komin heim sendir hún mér aftur skilaboð og spyr mig hvort ég vilji taka þátt í þessu verkefni, Every Girl, sem er um sögur stúlkna frá mismunandi löndum, og spyr hvort ég vilji vera sagan hennar um Ísland,“ segir Margrét í samtali við Fréttablaðið.

Margrét Katrín og Sojourn Wallace, þegar sú síðarnefnda kom til landsins í sumar. Mynd/Aðsend

Spennandi atvik í barnæsku

Margrét og Wallace ræddu í kjölfarið saman í gegnum Skype. „Hún segir bara, segðu mér frá einhverju spennandi atviki úr barnæsku, svo ég gerði það,“ útskýrir Margrét. 

„Það er til mikið af íslenskum þjóðsögum um álfa og mamma sagði alltaf þegar ég var lítil að álfarnir hefðu tekið dótið mitt, svo ég sagði henni frá því og hún aðlagaði það að sögunni.“

Konurnar tvær ræddu saman í janúar en í nóvember kom bókin út, með glæsilegum myndskreytingum. 

Aðspurð segir Margrét að skemmtilegt hafi verið að fá bókina í hendurnar og fjölskyldu og vini vera á sama máli. 

Í barnabókinni er fjallað um hina níu ára Margréti frá Selfossi, sem leggur upp í leiðangur og lendir í ýmsum ævintýrum með hjálp íslenskra álfa. Í kynningu um bókina segir að lesandi fái að kynnast því hvernig það er að alast upp í landi þar sem það þyki ekkert furðulegt að trúa á álfa. Í upphafi bókarinnar má einnig finna stutta landkynningu á Íslandi og helstu kennimerkjum, svo lesandi fái smjörþefinn af sögusviði bókarinnar.

Bókina má nálgast á Amazon. Frekari upplýsingar um verkefnið I am Every Girl má finna hér.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Menning

Eins og að klífa hæstu tinda heims

Menning

Kvika er hryllingssaga um ástina

Menning

​Kristín og Kristín til­nefndar fyrir Íslands hönd

Auglýsing

Nýjast

Friðrik Ómar fyrstur og Hatari síðastur

Margt er gott að glíma við

Konudagurinn, dagurinn hennar!

Leið eins og elti­hrelli

Freistandi konudagsréttir

Upplifa enn mikla skömm

Auglýsing