Saman voru komnir tískuunnendur og kattavinir til að líta teikningar Helgu en einnig hefur hún hannað boli, peysur, púða, kort og fleira fyrir kaffihúsið sem dóttir hennar Gígja Sara Björnsson rekur ásamt Ragnheiði Birgisdóttur.


Edda Þórarinsdóttir, Þórarinn Sigurðsson og Helga Þórarinsdóttir. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Helga Björnsson starfaði lengi sem hátískuhönnuður i París hjá fyrirtækinu Louis Féraud og var litagleði og mynstur Helgu ríkjandi hjá Louis Féraud á árunum 1970 til 2000. Helga hefur einnig starfað á Íslandi sem búningahönnuður í Þjóðleikhúsinu ásamt ýmsum öðrum hönnunarverkefnum.

Helga flutti aftur heim til Íslands frá París fyrir stuttu síðan og gefst áhugasömum nú færi á að skoða verk hennar á Kattakaffihúsinu auk þess sem skissur og fylgihlutir úr tískuferil hennar eru til sýnis í varanlegri sýningu hjá Hönunnarsafni íslands.

Gunnlaug og Vilborg. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari.
Guðný, Sesselja, Soffía og Hildur. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari.
Vilborg Halldórsdóttir, Júlía, Helga, Edda og Ingibjörg. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari.
Heiða Vigdís Sigfúsdóttir og Gígja Sara Björnsson. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari.
Helga sjálf, að vonum ánægð með opnunina. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari.