Suður-Afríski auðjöfurinn og stofnandi Tesla og SpaceX, Elon Musk, leikur íslenskan sjónvarpsþáttaframleiðanda að nafni Ragnar Rök, í nýjasta þætti Saturday Night Live eða SNL.

Elon Musk var sérstakur gestur í þættinum ásamt söngkonunni Miley Cyrus. Atriðið sem um er að ræða virðist að einhverju leyti byggjast á Eurovision mynd Will Ferrell Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, sem Íslendingar þekkja vel.

Chloe Fineman leikur íslenska þáttastjórnandann Ooli sem reynir að taka viðtal við leikarana Frances McDormand og Steve Buscemi, sem leikin eru af Kate McKinnon og Pete Davidson. Uppistandarinnar Melissa Villaseñor bregður sér í hlutverk Bjarkar Guðmundsdóttur.

Gert er að grín að Íslendingabók, sem kallað er „cousin checker“ í þáttunum, og vísar í þann þráláta misskilning að forritið sé til þess að athuga hvort maður sé skyldur einhverjum áður en maður sefur hjá þeim.

Hér fyrir neðan má sjá atriðið í heild sinni.