Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kylie Jenner og tónlistarmaðurinn Travis Scott hafa ákveðið að skipta um nafn á syninum, en þau höfðu nefnt Úlfur, eða Wolf.

Parið sagði að þegar þau hefðu kynnst syninum betur fannst þeim nafnið ekki eiga við hann, en sonurinn fæddist 2. febrúar á þessu ári.

Jenner og Scott hafa enn ekki gefið upp um nýtt nafn sonarins, eða hvort hann haldi millinafninu Jacques.

Fyrir á stjörnuparið dótturina Stormi Webster, fjögurra ára.

Mynd/Skjáskot