Formaður rúmensku dómnefndarinnar í Eurovision, Iuliana Marciuc, segir að hún skilji ekki hvers vegna EBU, samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, neituðu að taka við atkvæðum dómnefndar Rúmeníu á laugardag.
Í myndbandi neðst í fréttinni má sjá hvernig talskona Rúmena, sem tilkynnti átti 12 stig landsins, var tilbúin í beinni útsendingu en ekkert gerðist. Eins og fram hefur komið tilkynnti Martin Österdahl, framkvæmdastjóri keppninnar, stigin frá dómnefndum Rúmeníu, Georgíu og Azerbaijan.
Ekki hefur komið fram hvers vegna en BBC greinir frá því að forsvarsmenn keppninnar hafi ekki enn sem komið er svarað fyrirspurnum sínum um málið. Fram hefur komið í tilkynningu frá stjórn keppninnar að hún hafi komið auga á misfellur í atkvæðum sex landa. Ekki kemur fram í tilkynningunni um hvaða lönd var að ræða.
Í tilkynningu frá EBU segir að til þess að fara eftir kosningalögum Eurovision hafi forsvarsmenn keppninnar reiknað út stig landanna sem um ræðir, út frá uppsöfnuðum atkvæðum frá bæði undankeppninni og aðalkeppninni og tekið mið af niðurstöðum atkvæða landa með svipaða kosningahegðun, eins og því er lýst á vef Wiwibloggs.
Tólf stig til Úkraínu en ekki Moldavíu
Í tilkynningu frá rúmenska ríkisútvarpinu kemur fram að ríkisútvarpið hafi greitt þátttökugjöld í keppninni og viljað gera þátttöku sinni hátt undir höfði.
„Hinsvegar vorum við hissa á að niðurstöður rúmensku dómnefndarinnar hefði ekki verið tekin með í lokakeppninni, en að skipuleggjendur hafi þess í stað gefið stig í staðinn fyrir dómnefndina okkar,“ segir í tilkynningunni
Þá er þess getið að dómnefndin hafi gefið framlagi Moldavíu 12 stig en ekki Úkraínu eins og hafi verið tilkynnt í beinni á laugardagskvöldið. Segir að rúmenska ríkisútvarpið hafi óskað eftir útskýringum vegna málsins.
Romanian spokeperson finds out LIVE at the same time as all of us about the "technical dificulties" that EBU reported last night.
— Raduc̶a̶n̶u̶ 🇪🇦🇳🇱🇷🇴 (@iamr4du) May 15, 2022
This also happened to Georgia and Azerbaijan.
"I can't believe this. I really can't."#Eurovision pic.twitter.com/PpiBA2u1sG