Hin um­deilda banda­ríska þing­kona Mar­jori­e Taylor Greene er skilin að borði og sæng við eigin­mann sinn til 27 ára, Perry Greene. Perry sótti form­lega um skilnað í gær sögn Daily Beast en þau höfðu slitið sam­vistir nokkru áður.

Mar­jori­e, sem er þing­kona Repúblikana­flokksins, þykir mjög um­deild og var hún til dæmis bönnuð á Twitter fyrr á þessu ári fyrir að brjóta reglur um um fals­fréttir í tengslum við kórónu­veirufar­aldurinn.

Mar­jori­e og Perry virðast skilja í góðu ef marka má yfir­lýsingar þeirra í gær.

„Hjóna­band er dá­sam­legt fyrir­bæri sem ég hef mikla trú á,“ sagði Mar­jori­e meðal annars í yfir­lýsingu sinni og fór fögrum orðum um eigin­mann sinn fyrr­verandi. „Við eignuðumst og ólum upp þrjú börn saman og hann gaf mér besta starfs­titil sem hægt er að fá: Að verða móðir. Ég verð honum á­vallt þakk­lát fyrir hversu frá­bær faðir hann hefur verið börnum okkar.“

Perry sagði í yfir­lýsingu sinni að Mar­jori­e væri hans besti vinur en nú þegar leiðir skilja fari öll ein­beiting þeirra á vel­ferð barnanna.