Kanadíski leikarinn Dan Aykroyd er skilin við eigin­konu sína til 39 ára, leik­konuna Donnu Dixon. Í yfir­lýsingu frá þeim sem birtist á vef­ritinu Peop­le.com kemur fram að skilnaðurinn sé í góðu og þau ætli að halda á­fram að vera í góðum sam­skiptum.

Aykroyd er 69 ára en Donna er 64 ára. Þau kynntust við tökur á myndinni Doctor Detroit árið 1983 og gengu í hjóna­band fljót­lega í kjöl­farið. Þau eignuðust þrjár dætur sem allar eru upp­komnar.

Dan Aykroyd er einna besta þekktur fyrir hlut­verk sitt í Ghost­bu­sters-myndunum, en hann var einn vin­sælasti gaman­leikarinn í Hollywood á níunda og tíunda ára­tug liðinnar aldar.

Í yfir­lýsingu sinni sögðust þau ætla að halda á­fram að vera laga­lega gift þó þau haldi nú hvort í sína áttina í einka­lífinu.