Kati­e Nicholl segir í bók sinni um konung­lega rómantík að Vil­hjálmur breta­prins hafi skilið Katrínu her­toga­ynju eftir í tárum þegar hann hætti við á­form um að hitta hana um ára­mótin.

Það gerðist árið 2006, nokkrum árum áður en parið giftist. Vil­hjálmur ætlaði að eyða jólunum með konungs­fjöl­skyldunni, eins og venjan var, og síðan eyða ára­mótunum með fjöl­skyldu Katrínar.

Vil­hjálmur hætti við ferðina á seinustu stundu og skildi Katrínu eftir í tárum, sam­kvæmt Kati­e. Katrín var þá ekki lengur viss hvort sam­band þeirra ætti fram­tíð fyrir sér.

Kati­e segir enn fremur að Vil­hjálmur hafi verið með bak­þanka varðandi sam­band sitt við Katrínu og hafi rætt málin með föður sínum og ömmu. Þau hafi ráð­lagt honum að flýta sér ekki um of.

Nokkrum vikum seinna hætti parið saman í skamma stund. Bret­lands­drottning lýsti því yfir að hún væri von­svikin yfir fréttunum en sam­bands­slitin virðast ekki hafa varað mjög lengi. Að­eins nokkrum vikum seinna náðust myndir af þeim að kyssast og í fram­haldinu viður­kenndu þau að væru jú byrjuð aftur saman.