Þrettán ára gamalt símaviðtal úr útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis er nú aftur í dreifingu á samfélagsmiðlum. Hægt er að hlusta á viðtalið hér neðst í fréttinni en óhætt er að fullyrða að það sé ansi skrautlegt.
Viðtalið er raunar svo skrautlegt að það var tilefni til fréttaflutnings árið 2007. Þá sagði Kristófer Helgason, einn umsjónarmanna þáttarins að þáttastjórnendum hefði brugðið við ummælin.
„Að sjálfsögðu brá okkur öllum í brún við að heyra þessi orð. Þetta kom mjög flatt upp á okkur," sagði Kristófer Helgason í samtali við Vísi árið 2007.
Við það tilefni benti hann á að viðtölin væru send beint í loftið og ekki tekin upp áður. „Við treystum því bara að fólk haldi sig á siðsamlegum nótum þegar það hringir inn," sagði hann.
Hlusta má á brotið úr viðtalinu fræga hér:
Ok. Við Svala vorum að finna hljóðfæl úr Reykjavík síðdegis sirka frá 2007/2008.
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) November 23, 2020
Við höfum reglulega spilað þetta og hlegið mikið.
Gjörið svo vel. #EyðileggjaLífMitt pic.twitter.com/IOgxvynOT8