Þrettán ára gamalt síma­við­tal úr út­varps­þættinum Reykja­vík síð­degis er nú aftur í dreifingu á sam­fé­lags­miðlum. Hægt er að hlusta á við­talið hér neðst í fréttinni en ó­hætt er að full­yrða að það sé ansi skraut­legt.

Við­talið er raunar svo skraut­legt að það var til­efni til frétta­flutnings árið 2007. Þá sagði Kristófer Helga­son, einn um­sjónar­manna þáttarins að þátta­stjórn­endum hefði brugðið við um­mælin.

„Að sjálf­sögðu brá okkur öllum í brún við að heyra þessi orð. Þetta kom mjög flatt upp á okkur," sagði Kristófer Helga­son í sam­tali við Vísi árið 2007.

Við það til­efni benti hann á að við­tölin væru send beint í loftið og ekki tekin upp áður. „Við treystum því bara að fólk haldi sig á sið­sam­legum nótum þegar það hringir inn," sagði hann.

Hlusta má á brotið úr við­talinu fræga hér: