„Ok þetta er ástæðan fyrir því að það er gott að halda svona skrá er að ég var að fatta, og finna í sleikskránni minni, sem er extensive, að ég fór í sleik við manninn minn fyrir 21 ári og við munum hvorug eftir því, en það er ritað.“ segir Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur, þekkt sem Sigga Dögg.

En Sigga Dögg hefur síðustu daga birt myndir úr gömlum dagbókum frá því hún var unglingur en þar má finna sögur um gamla bólfélaga auk þess sem hún skrifaði lista um typpastærðir, frammistöðu, tónlistarsmekk, sleiktengingu og landfræðilega staðsetningu.

„Plís segið mér að þið séuð líka svona steikt,“ skrifar hún á story-svæðið á Instagram og segir jafnt fram frá því að henni hafi verið bent á að láta varðveita dagbækurnar á Þjóðskjalasafninu. Hún spyr sig þó hvort að slíkt sé eitthvað sem einstaklingar í framtíðarinni þurfi að vita.

Fréttablaðið/Skjáskot

Sigga Dögg deilir reynslusögum

Þá tekur hún fram að typpi af lita listanum hafi verið það skemmtilegasta sem hún hefur sofið hjá.

Líkt og greint var frá á dögunum mun Sigga Dögg fjalla um persónulegar kynlífsreynslu sem þessa í nýjasta uppistandi hennar, Sóðabrókin segir frá, en fyrsta sýningin er á sjálfan Bóndadaginn.

Fréttablaðið/Skjáskot
Fréttablaðið/Skjáskot
Fréttablaðið/Skjáskot