Helgarblaðið

Skemmtilegast að leika í Kjarnaskógi

Rakel Sif Grétarsdóttir ætlar að búa til leynistað við bústaðinn hjá ömmu sinni og afa og gróðursetja tré. Þar getur hún haft það kósí.

Rakel Sif langar að verða ljósmóðir eða skólastjóri Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Rakel Sif er níu ára gömul og á heima í Reykjavík. Hún er fyrst spurð hvað henni finnist mest gaman að gera dagsdaglega. Mér finnst gaman að fara út að hjóla, fara í sund og lesa.

Áttu einhver önnur sérstök áhugamál? Aðaláhugamálin mín eru að dansa ballett og að spila á píanó. Ég er að æfa hvort tveggja.

Hvernig fötum finnst þér best að vera í? Mér finnst best að vera í jogging-buxum og þægilegum bol.

Hvernig tónlist líkar þér best? Mér líkar við popptónlist og róleg lög.

Hefur þú gert eitthvað skemmtilegt í sumarfríinu? Já, ég fór til Akureyrar í sumar og þar var skemmtilegast að leika í Kjarnaskógi.

Áttu þér einhvern uppáhaldsstað á landinu? Mér líður best heima hjá mér en uppáhaldsstaðurinn minn þar fyrir utan er Akureyri.

Spekúlerar þú eitthvað í gróðri, getur þú til dæmis nefnt einhver blóm sem þú þekkir? Ekki oft en ég ætla að búa til leynistað við bústaðinn hjá ömmu og afa og gróðursetja tré þar sem ég get farið til að lesa bók og hafa það kósí.

Áttu þér uppáhaldslag og kannski tónlistarmann eða -konu? Uppáhaldslagið mitt er Rockabye Baby og uppáhaldstónlistarkonan mín er Anne-Marie.

Hvað langar þig mest til að verða í framtíðinni? Mig langar að verða ljósmóðir eða skólastjóri.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Helgarblaðið

Ó, guð vors lands…

Fólk

Vin í djúp­sjávar­blárri stofu

Helgarblaðið

Ar­ca­de Fire á Ís­landi: „Dragið fram dans­skóna!“

Auglýsing

Nýjast

Boð­ar end­ur­kom­u á skjá­inn eft­ir á­sak­an­ir um nauðg­un

Gleð­­in við völd í brúð­kaup­i Sögu og Snorr­­a á Suð­ur­eyr­i

Marg­menn­i á Arnar­hól og í Hljóm­skál­a­garð­in­um

Bankarapp, hip-hop há­tíð og hús­tón­list í bænum

Jonas-bróðir trú­lofast Bollywood-stjörnu

Bubbi lagður inn á spítala og spilar ekki í kvöld

Auglýsing