Jamie Costa, bandarískur leikari og eftirherma sem sló í gegn á símaforritinu Vine á sínum dögum, hefur vakið mikla athygli fyrir myndband sem hann birti á Youtube þar sem hermir eftir Robin Williams.

Sjö ár eru liðin frá því að hinn ástkæri leikari Robin Williams stytti sér aldur, aðeins 63 ára að aldri. Jamie nær Robin Williams skuggalega vel og hafa aðdáendur beggja leikara kallað eftir því að eitthvert kvikmyndafyrirtæki ráði Jamie til að leika í kvikmynd um ævi grínistans.

Í myndbandinu hér fyrir neðan leikur Jamie Costa Robin Williams frá því að hann lék geimveruna Mork í sjónvarpsþáttunum Mork and Mindy. Sarah Murphree leikur Pam Dawber, mótleikkonu Robin Williams í þáttunum, þegar leikarinn fær þær fregnir að Jon Belushi hafi látist eftir að hann tók of stóran skammt.